Ekki ósanngjörn lending

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon.

„Niðurstaða héraðsdóms er ekki fjarri því sem ég taldi lík­lega í mál­inu þótt aldrei sé hægt að gefa sér slíkt fyr­ir fram,“ seg­ir Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra. Mik­il­vægt sé þó að gera sér grein fyr­ir að Hæstirétt­ur eigi eft­ir að dæma í mál­inu.

„Niðurstaðan bygg­ir á þeim vöxt­um sem rætt er um í lög­un­um og er þar fyr­ir utan ekki ósann­gjörn lend­ing á milli ýtr­ustu krafna bæði lán­veit­enda og lán­taka.“ 

Gylfi hef­ur sagt að það yrði þungt högg á kerfið ef samn­ings­vext­ir stæðu. „Það er að vísu ekki útaf bílallán­un­um ein­göngu þau vega nú ekki mjög þungt. Lán til fyr­ir­tækja vega miklu þyngra, ef samn­ings­vext­ir ættu að vera á öll­um mynt­körfulán­um fyr­ir­tækja yrði það mjög þungt högg á kerfið og rík­is­sjóð og þar með al­menn­ing.“

Boðað hef­ur verið til óform­legs rík­is­stjórn­ar­fund­ar í Fjár­málaráðuneyt­inu í dag klukk­an 16:30. Gylfi seg­ir að þar muni ráðherr­ar funda ásamt full­trú­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Seðlabank­ans. Fund­ur­inn sé ekki vegna dóms­ins sér­stak­lega held­ur standi til að ræða mynt­körfu­mál­in al­mennt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka