Fasteignamarkaður glæðist

Alls var 73 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Hefur ekki verið þinglýst jafnmörgum kaupsamningum frá því í fyrstu viku október árið 2008 þegar 80 samningum var þinglýst. 

Að meðaltali undanfarnar 12 vikur hefur 54 kaupsamningum verið þinglýst á viku, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.

Heildarveltan í viðskiptunum í vikunni nú var 1.936 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,5 milljónir króna. Er meðalupphæðin svipuð og verið hefur undanfarnar vikur.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, 6 kaupsamningum  á Akureyri og 2 kaupsamningum á Árborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert