Gosið endurspeglaði reiði Guðs

Eldgosið er rakið til hinna ólíklegustu hluta sem Guð almáttugur …
Eldgosið er rakið til hinna ólíklegustu hluta sem Guð almáttugur á að hafa vanþóknun á. Árni Sæberg

Nokkr­ir áhrifa­mikl­ir trú­ar­leiðtog­ar og álits­gjaf­ar eru á einu máli um að eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli í apríl hafi verið birt­ing­ar­mynd á reiði Guðs al­mátt­ugs vegna ber­synd­ugs mann­fólks­ins.

Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs er John Hagee, stofn­andi sam­tak­anna Christians United for Isra­el, en hann tel­ur ein­sýnt að gosið hafi verið af­leiðing þess að Bret­ar hafi ákveðið að aug­lýs­ing ísra­elsks ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is væri ekki við hæfi þar eð hún sýndi hluta af landsvæði Palestínu­manna. 

Með líku lagi hef­ur Rush Limbaugh, einn vin­sæl­asti álits­gjafi Banda­ríkj­anna, full­yrt að með gos­inu hafi Guð látið reiði sína í ljós vegna breyt­inga demó­krata á heil­brigðis­kerf­inu vest­an­hafs.

Fjallað er um málið á vef The Salt Lake Tri­bu­ne,  en þess má geta að Salt Lake City er er einn helsti þétt­býl­isstaður mormóna í Banda­ríkj­un­um.

Limbaugh á góðri stundu. Hann er þekktur nautnamaður og er …
Limbaugh á góðri stundu. Hann er þekkt­ur nautnamaður og er meðal ann­ars með þekkt­ari unn­end­um kúbverskra risa­vindla vest­an­hafs.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka