Kínverjar fjárfesta í íslenskri útgerð

Kínverskt félag, í eigu fjórðu ríkustu fjölskyldu Asíu, hefur keypt 43% hlut í útgerðarfyrirtæki á Álftanesi, Storm Seafood, samkvæmt frétt Sjónvarpsins í kvöld. Hefur Stormur reynt að kaupa kvóta hér á landi en án árangurs.

Hlutur kínversku fjölskyldunnar í Stormi er 43% en meirihlutaeigandi er Steindór Sigurgeirsson. Haft var eftir honum í frétt Sjónvarpsins að erfiðlega hefði gengið að fá keyptan kvóta hér á landi. Stormur gerir út tvö skip og hefur yfir að ráða 1.300 tonna kvóta. Það stefnir að því að vera meðalstór útgerðarfyrirtæki með 2.500-3.000 tonna kvóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert