Neita að vera með boðtækin

Slökkviliðsmenn skiluðu símum sínum á sjúkrabörum.
Slökkviliðsmenn skiluðu símum sínum á sjúkrabörum. mbl.is/Júlíus

„Fram­haldið í dag er þannig að menn neita að vera með tæk­in hjá sér. Það ger­ir það að verk­um að mögu­leik­ar mín­ir til að boða menn til stærri verka á ásætt­an­leg­um tíma eru mjög lak­ir,“ seg­ir Jón Viðar Matth­ías­son slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins um áhrif­in af verk­fall­inu.  

Slökkviliðsmenn skiluðu boðtækj­un­um í morg­un og lýstu því yfir að þeir myndu ekki taka þau til baka fyrr en nýr kjara­samn­ing­ur væri frá­geng­inn.

„Menn skiluðu inn boðtækj­um í morg­un. Þetta eru gsm-sím­ar. Ástæðan fyr­ir því að við köll­um þetta boðtæki er sú að við vilj­um ekki vera að starf­rækja okk­ar eigið boðtæki held­ur nýt­um við okk­ur SMS-kerfið í sím­un­um til þess. Neyðarlín­an er með for­gang inn í SMS-vefþjón­inn hjá sím­an­um þannig að þetta fer for­gangs­leið út í kerfið.

Þeir skiluðu inn sím­um sem slökkviliðið út­vegaði þeim og hafa verið notaðir til að boða menn til stærri verka á okk­ar svæði. Það ger­ir það að verk­um að ég get ekki náð til manna á þeim tíma sem ég tel eðli­leg­an til að fá þá til starfa. Ég lét full­trúa þeirra í und­anþágu­nefnd­inni hafa bréf þar sem ég óskaði eft­ir því að menn taki sím­ann aft­ur til baka þannig að við get­um haldið áfram að nota þetta boðun­ar­kerfi til að af­stýra neyðarástandi á meðan á verk­falli stend­ur.

Lands­sam­band slökki­viliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna svaraði því þá svo til að málið þurfi að fara fyr­ir kjararáð hjá þeim og neitaði þar af leiðandi er­ind­inu. Ég er því í sömu stöðu og áður að mín­ir starfs­menn eru ekki með sím­ann hjá sér þanng að ég get ekki boðað þá út með mjög skömm­um fyr­ir­vara til aðgerða.“

Málið í hnút

Jón Viðar seg­ir málið í hnút.

„Fram­haldið í dag er þannig að menn neita að vera með tæk­in hjá sér. Það ger­ir það að verk­um að mögu­leik­ar mín­ir til að boða menn til stærri verka á ásætt­an­leg­um tíma eru mjög lak­ir. Ég get nátt­úru­lega reynt að nota fjöl­miðla og út­varp til að boða mína menn til starfa ef á þarf að halda en ég er ekki með þann auðvelda og fljót­lega miðil sem boðtæk­in voru.“

- Hvað áttu von á því að þetta vari lengi?

„Þessi aðgerð ein og sér í þeirri verk­falls­boðun sem þeir voru með var­ir á meðan ekki um semst.“

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS.
Jón Viðar Matth­ías­son slökkviliðsstjóri SHS. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka