Sækir veikan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. mynd/Guðmundur St. Valdimarsson

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í loftið klukkan 21.24 í kvöld til að sækja veikan íslenskan sjómann um borð í togara sem var norðvestur af Látrabjargi. Beiðni um að sækja manninn barst fyrr í kvöld og var togaranum siglt í átt til lands. Hann var um 53 sjómílur frá landi er kallið barst.   

Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að yfirleitt væri venjan sú að togarar hífðu upp veiðarfæri og sigldu rakleiðis til lands þegar mál af þessu tagi kæmu upp. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert