Félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fræddu starfsfólk Ráðhúss Reyjavíkur um eldvarnir í morgun eftir að hafa gengið niður Laugaveg til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Verkfall slökkviliðsmanna hófst klukkan 8 í morgun og stendur til klukkan 16.
Fulltrúar slökkviliðsmanna ræddu meðal annars við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, og fleiri embættismenn og starfsmenn borgarinnar. Þeir sýndu síðan hvernig slökkva ætti eld, sem kveiktur var á gangstéttinni framan við húsið.