Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP fjármögnunar fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar gegn skuldara gengistryggðs bílaláns.
Samkvæmt dómnum standa samningsvextir samninga um gengistryggð lán ekki óhaggaðir án gengistryggingar.
„Niðurstaðan er í takt við það sem ég bjóst sjálfur við,“ segir Kjartan. Það beri þó að hafa í huga að dómurinn sé í héraði og því eigi Hæstiréttur eftir að taka aftöðu í málinu.
Hann segir að nú sé vinna í gangi við að endurútreikninga á þeim lánum sem hægt sé að endurútreikna miðað við gefnar forsendur. Fleiri dóma þurfti þó áður en endurútreikningarnir verði kláraðir
„Dómurinn breytir engu í okkar vinnu við endurútreikningana nema við fáum skýrari línur,“ segir Kjartan.