Ríkisstjórnarfundur stendur enn yfir í fjármálaráðuneytinu. Rétt um kl.18 fóru Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra af fundinum til að mæta á þingflokksfund Vinstri grænna.
Á leiðinni út vildu þær engar upplýsingar veita blaðamanni mbl.is um hvernig miðaði á fundi ríkisstjórnarinnar.
Fundurinn hefur staðið frá því kl.16.30 og var ætlunin að ræða gengislán.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fór af fundinum um kl.18.20, á leið á þingflokksfund VG.