Þung umferð fyrir norðan

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi.

Tals­verður fjöldi öku­manna hef­ur verið tek­in fyr­ir of hraðan akst­ur í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Blönduósi í dag. Þá barst lög­regl­unni til­kynn­ing um að barn væri ekki í ör­ygg­is­belti í aft­ur­sæti bíls. Reynd­ist sú ábend­ing rétt en barnið var sof­andi þegar lög­regl­an stöðvaði bíl­inn. Eng­in óhöpp hafa orðið.

Lög­regl­an rek­ur þunga um­ferð um um­dæmið til veður­blíðu og til þess að hátíðin Mæru­dag­ar fari fram í Húsa­vík um helg­ina, auk ung­lista­hátíðar­inn­ar Eld­ur í Húnaþingi á Hvammstanga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert