Enn kippir við Grímsey

Grímseyingar hafa ekki kippt sér upp við skjálftana, enda jarðhræringar …
Grímseyingar hafa ekki kippt sér upp við skjálftana, enda jarðhræringar neðansjávar algengar á þessum slóðum. www.mats.is

Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey en þó ekki af sama krafti og í gær er um 70 skjálftar komu fram á mælum, sá stærsti 3,7 stig. Skjálftarnir í dag hafa flestir verið á bilinu 1-2 stig og hrinan virðist í rénun síðan á hádegi.

Jarðskjálftar eru alvanalegir á þessum slóðum, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar, og þurfa ekki að merkja að eitthvað stærri hræringar séu í aðsigi á Tjörnesbeltinu norður af landinu. Flestir hafa kippirnir verið skammt norður og vestur af Grímsey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert