Grunur er um salmonellusmit í kjúklingi frá Matfugli og er unnið að innköllun vörunnar.
Þetta er í þriðja skipti á árinu sem Matfugl þarf að innkalla kjúklinga vegna gruns um salmonellusmit.
Samkvæmt upplýsingum frá Matfugli er kjúklingur hættulaus fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru, en hafi fólk ferska kjúklinga heima hjá sér er það beðið um að skoða rekjanleikanúmerið, sem er að finna á umbúðunum, og skila kjúklingnum.
Um er að ræða rekjanleikanúmerin 011-10-24-4-31.