Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins óskaði í gær eftir því að allir starfsmenn tækju við boðtækjum slökkviliðsins.
Því hafnaði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og vísaði málinu til kjararáðs sem ákvað að boða til verkfalls.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að reynt verði að boða menn á annan hátt, með því að hringja í heimasíma og leita aðstoðar fjölmiðla, en það taki of langan tíma.