Ný hreppsnefnd í Reykhólahreppi

Reykhólar.
Reykhólar. mbl.is

Kosningar í Reykhólahreppi fóru fram í dag og liggur fyrir hverjir munu skipa hreppsnefndina á kjörtímabilinu. Eins og kunnugt er voru kosningarnar 29. maí úrskurðaðar ógildar og þurfti því að kjósa á nýjan leik.

Aðalmenn í nýrri hreppsnefnd samkvæmt kosningunum í dag eru þau Andrea Björnsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Sveinn Ragnarsson og Gústaf Jökull Ólafsson. Andrea Björnsdóttir fékk flest atkvæði, eða 106 í heildina, að því er fram kemur á vef Reykhólahrepps, reykholar.is. Eiríkur kom næstur með 103 atkvæði.

Kjörsóknin í dag var heldur betri en í vor, eða 64,4%. Í kosningunum í maí og í kosningunum fyrir fjórum árum var kjörsóknin í báðum tilvikum 62%. Hátt í fimmtíu manns fengu atkvæði í sæti aðalmanna í kosningunum í dag.

Á vef hreppsins hafa nú verið birt nöfn varamanna í hreppsnefnd, samkvæmt niðurstöðum kosninganna. Þeir eru Eggert Ólafsson, Björn Samúelsson, Vilberg Þráinsson, Áslaug Guttormsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir.

Andrea Björnsdóttir fékk flest atkvæði í dag.
Andrea Björnsdóttir fékk flest atkvæði í dag. mynd/reykholar.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert