Össur að tala til Brussel

Sigurður Kári Kristjánsson.
Sigurður Kári Kristjánsson. Valdís Þórðardóttir

Öss­uri Skarp­héðins­syni er sam­band sitt við ráðamenn í Brus­sel ofar í huga en góð um­gengni við sann­leik­ann er hann lýs­ir því yfir að stuðning­ur við ESB-aðild fari vax­andi á Alþingi. Þetta er mat Sig­urðar Kára Kristjáns­son­ar, aðstoðar­manns for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Sig­urður Kári vís­ar þeim um­mæl­um Öss­ur­ar á bug að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé að ein­angr­ast vegna and­stöðu sinn­ar við Evr­ópu­sam­bandsaðild.

„Ég held að það séu ein­hverj­ir aðrir að ein­angr­ast, til dæm­is ut­an­rík­is­ráðherr­ann. Vegna þess að all­ar kann­an­ir benda til þess að sí­fellt fleiri Íslend­ing­ar séu sam­mála þeim sjón­ar­miðum sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur sett fram í Evr­ópu­mál­um, frek­ar en að vera sam­mála Öss­uri og Sam­fylk­ing­unni.“

Dvín­andi stuðning­ur á Alþingi

- Hvað með Alþingi. Er stuðning­ur­inn við aðild að aukast þar?

„Ég hef ekki orðið var við neitt sem bend­ir til þess að stuðning­ur á Alþingi sé að aukast, hvorki við aðild­ar­um­sókn­ina sem slíka eða aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það hef­ur komið al­veg skýrt fram í máli bæði minna sam­flokks­manna en ekki síður for­ystu­manna annarra stjórn­mála­flokka, eins og til dæm­is Vinstri grænna.

Ég hefði nú haldið að stuðning­ur­inn hefði dvínað ef eitt­hvað er. Það hef­ur mér heyrst, til dæm­is á for­ystu­mönn­um Vinstri grænna.“

Össur að reyna að rugla umræðuna

- Nú er Össur eng­inn nýgræðing­ur í stjórn­mál­um. Hvers vegna tel­urðu að hann sé að leggja fram þetta stöðumat núna?

„Það er rétt. Össur er ekki fædd­ur í gær. Ég held að hann sé að reyna að rugla og þvæla umræðuna með þess­um hætti.“

- Af hverju ætti hann að vera gera það á þess­um tíma­punkti?

„Hugs­an­lega er hann að reyna að tala upp í eyr­un á viðsemj­end­um sín­um sem ég hygg að hafi mikl­ar áhyggj­ur af þverr­andi stuðningi Íslend­inga við aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.“

Póli­tísk bragð ut­an­rík­is­ráðherra

- Þannig að þú tel­ur að hann ræði með þess­um hætti við Morg­un­blaðið í trausti þess að viðtalið verði þýtt á önn­ur tungu­mál og sent til Brus­sel?

„Já. Það er eina skýr­ing­in sem mér dett­ur í hug vegna þess að eng­ar aðrar skýr­ing­ar virðast blasa við. Það er ekk­ert sem bend­ir til þess að hann hafi rétt fyr­ir sér ut­an­rík­is­ráðherr­ann, hvorki um auk­inn stuðning meðal al­menn­ings né inn­an Alþing­is.

Þetta er póli­tískt bragð Öss­ur­ar til að reyna að rugla umræðuna og sýna sig gagn­vart viðsemj­end­um sín­um í Evr­ópu. Það blas­ir við að það er ekk­ert að marka þess­ar yf­ir­lýs­ing­ar vegna þess að þær styðjast hvorki við eitt né neitt,“ seg­ir Sig­urður Kári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert