Dómstólar í Lúxemborg samþykktu fyrir helgi samkomulag milli þrotabús Landsbankans í Lúxemborg, Landsbanka Íslands, Seðlabanka Lúxemborgar og nokkurra stærstu kröfuhafa bankans.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, á samkomulagið að tryggja innistæðueigendum fullar heimtur innan nokkurra mánaða.
Samkomulagið er afrakstur margra mánaða samningaviðræðna og á að tryggja að Landsbanki Íslands geti hámarkað sínar heimtur úr þrotabúinu.