Teknir við af Icesave

Icesave-bollinn er fyrir löngu orðinn klassískur í hönnunarsögu Íslands.
Icesave-bollinn er fyrir löngu orðinn klassískur í hönnunarsögu Íslands. Ómar Óskarsson

Indverskir bankar bjóða nú upp á bestu innlánsvextina í Bretlandi og njóta þess nú að írskir og íslenskir hávaxtareikningar þurrkuðust út í fjármálafárviðrinu. Njóta indversku bankarnir einnig góðs af vaxandi trausti viðskiptavina á indverskum fjármálastofnunum.

Fjallað er um málið á vef Financial Times en þar segir að indverski bankinn Bank of Baroda bjóði hæstu vextina eða 4,9% að hámarki sé innistæðan bundin í fimm ár.

Til samanburðar bjóði breskur banki hæst 4,56% vexti á bundnum reikningi. Á óbundnum reikningum séu vextirnir undir 3%.

Bank of Baroda á því talsvert í land með að slá Icesave-vöxtunum við en þeir voru yfrir 6% þegar mest lét, að því er fram kemur á alfræðivefnum Wikipedia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert