Var saknað á Fellsströnd

Frá Búðardal.
Frá Búðardal. Arnaldur Halldórsson

Þyrla af danska varðskipinu Vedren var kölluð út um sexleytið í morgun til að leita að manni sem saknað var á Fellsströnd norður af Búðardal. Þegar þyrlan var að nálgast vettvang bárust hins vegar fregnir af því að maðurinn væri fundinn. Hann var á heilu og höldnu.

Að sögn lögreglunnar á Búðardal var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Ekki fengust nánari upplýsingar um aldur mannsins eða ferðir hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert