Bjarkan og Dolli leyfð - Líza og Fossmar ekki

Mannanafnanefnd hefur fallist á að eiginnafnið Bjarkan verði skráð í mannanafnaskrá þar sem það sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Nefndin hafnaði hins vegar nafninu Lízu og vísar meðal annars til þess að nafnið teljist ekki vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls enda sé bókstafurinn z ekki í íslensku stafrófi.

Mannanafnanefnd hafnaði einnig ósk um að breyta rithætti ættarnafnsins Ellingsen í Erlingsen. Telur nefndin, að þessi beryting myndi ganga gegn lögum.

Nefndin hafnaði einnig ósk um að eiginnöfnin Ian, Jean og Cæsar verði skráð í mannanafnaskrá og sömuleiðis millinafninu Fossmar. Nefndin féllst hins vegar á að eiginnöfnin Fossmar og Dolli verði skráð í mannanafnaskrá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert