Umsvif hjá Flugþjónustunni ehf. á Reykjavíkurflugvelli hafa dregist mikið saman frá efnahagshruninu í október 2008.
Íslendingar sjást þar ekki lengur á einkaþotum en „þeir sem áttu raunverulega fjármuni fljúga enn eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Gústaf Smári Björnsson hjá Flugþjónustunni.
Á fyrstu sex mánuðum ársins lentu 59 einkaþotur og ferjuflugvélar að meðaltali á mánuði. Allt árið 2007 voru lendingarnar hins vegar 169 að meðaltali á mánuði, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.