Evrópusambandið mun í dag samþykkja að hefja formlegar viðræður við Ísland um aðild landsins að sambandinu. Þetta hefur Bloomberg fréttastofan eftir Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, en Belgar fara nú með formennsku í ESB.
Í dag verður haldinn fundur utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel um stækkun sambandsins. Umsókn Íslands um aðild að sambandinu verður þar tekin til umfjöllunar.
„Ísland er land sem hefur þegar stigið skref til að nálgast Evrópusambandið,“ sagði Vanackere fyrir fundinn. Hann sagði að ekkert lægi fyrir um hvenær Ísland gæti orðið aðili að ESB.
Bloomberg segir í frétt sinni að reiknað sé með að viðræður hefðist á morgun en gert er ráð fyrir að þá fari fram svonefnd ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins.