Brúðkaup fór fram í Húsadal í Þórsmörk um helgina en þá gaf sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju, saman þau Hjördísi Þorsteinsdóttur og Kristján Hauk Flosason.
Alls voru um 100 gestir viðstaddir athöfnina og eftir hana var haldin veisla í Dalseli í Húsadal þar sem m.a. var boðið upp á þriggja rétta máltíð. Eftir matinn var varðeldur þar sem veislugestir sungu og skemmtu sér fram á nótt.