Hátt hlutfall barna og unglinga ástæða erfiðleika

Sundkennsla á Álftanesi.
Sundkennsla á Álftanesi. mbl.is/Golli

Kristján Sveinbjörnsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Álftanesi, segir að aldurssamsetning íbúanna sé helsta ástæða þess að sveitarfélagið fór í þrot.

Af þeirri ástæðu hafi ekki verið hægt að skera kostnað svo mikið niður að endar næðu saman í rekstri. Þá segir hann að meirihlutinn sem sat 2002 til 2006 beri ekki minni ábyrgð á stöðunni en meirihlutinn sem tók við 2006.

Kristján var einn af fulltrúum Á-listans sem náði meirihluta í bæjarstjórn við kosningarnar 2006 og var forseti bæjarstjórnar fram í desember 2008. Ríkisendurskoðun telur að ákvarðanir sem teknar voru í bæjarstjórn á tímabilinu 2006 til 2008 hafi leitt til greiðsluþrots sveitarfélagsins sem í kjölfarið var sett sérstök fjárhaldsstjórn. Einnig hafi skort aga við fjármálastjórn og reksturinn verið þaninn út, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert