Kanna meintar Íslendingaslóðir

Rannsóknarleiðangurinn (f.v.) Þór Hjaltalín, Kevin McAleese, Kristján Jónasson, Bjarni F. …
Rannsóknarleiðangurinn (f.v.) Þór Hjaltalín, Kevin McAleese, Kristján Jónasson, Bjarni F. Einarsson og Jónas Kristjánsson.

Jón­as Kristjáns­son, fyrr­ver­andi for­stöðumaður Árna­stofn­un­ar, er ný­lega kom­inn heim úr viku­langri rann­sókn­ar­ferð til Vín­lands í Norður-Am­er­íku, þar sem hann hef­ur verið að kanna slóðir Íslend­inga.

„Ég hef verið að leita að rúst­um eft­ir nor­ræna menn á Vín­land­inu góða. Sér­stak­lega Þorf­inn karls­efni og hans leiðang­ur. Hann ætlaði að nema land þarna og var í þrjú ár, en hvarf þá í burtu af sér­stök­um ástæðum,“ seg­ir Jón­as en Þorfinn­ur karls­efni mun hafa reist búðir í firði sem nefnd­ur var Straums­fjörður.

Jón­as fór ásamt syni sín­um, Kristjáni Jónas­syni stærðfræðipró­fess­or í Há­skóla Íslands, Bjarna F. Ein­ars­syni og Þór Hjaltalín, forn­leifa­fræðing­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert