Lögðu fram mynd af Fischer með dótturina

Bobby Fischer
Bobby Fischer mbl.is/Sverrir

Meðal gagna sem lögð voru fyrir Hæstarétt þegar hann fjallað um kröfu um að lík Bobby Fischer yrði grafið upp er mynd af honum með konu og barni sem fullyrt er að sé dóttir skákmeistarans.

Þetta kemur fram í ítarlegri grein um Fischer í HeraldTribune.com þar sem m.a. er fjallað um deilurnar um hver eigi að erfa skákmeistarann.

Filipísk kona, Marilyn Young, hefur haldið því fram að hún hafi eignast barn með Ficher árið 2001. Úrskurður Hæstaréttar Íslands um að taka lífsýni úr Fischer var kveðinn upp til að fá úr því skorið hvort þetta er rétt.

Í greininni í HeraldTribune segir að Jinky (sem sögð er dóttir Fischers) hafi heimsótt Fischer meðan hann dvaldi á Íslandi. Meðal ganga sem lögð hafi verið fyrir dómstóla á Íslandi sé mynd af Young, Jinky og Fisher upp í rúmi árið 2004 og póstkort til Jinky frá Fischer en á kortið er skrifað „Daddy“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert