Lundi aðeins veiddur í 5 daga

Lundaveiði er aðeins leyfð í 5 daga í Vestmannaeyjum.
Lundaveiði er aðeins leyfð í 5 daga í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurgeir

Lundaveiðitímabilið hófst á laugardaginn en tímabilið í ár stendur aðeins í fimm daga eða fram á fimmtudag, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Fram kemur á vef Eyjafrétta, lundaveiðitímabilið hafi einnig verið í fimm daga í fyrra en slæm staða lundastofnsins geri  það að verkum að lundaveiðitímabilið er stytt úr 55 dögum í 5. Þótt veiðar hafi lítil áhrif á viðkomu lundastofnsins og skýringu á viðkomubresti þurfi að leita annarsstaðar, þá sé talið rétt að takmarka veiðar með þessum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert