Neyðum enga til aðildar

Pierre Lellouche, lengst til vinstri, ásamt Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakka.
Pierre Lellouche, lengst til vinstri, ásamt Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakka. Reuters

„Menn verða að vilja fá aðild að Evr­ópu," sagði Pier­re Lellouche, Evr­ópu­málaráðherra Frakka í morg­un en ráðherr­aráð Evr­ópu­sam­bands­ins samþykkti í morg­un að hefja aðild­ar­viðræður við Ísland. Gert er ráð fyr­ir að viðræðurn­ar hefj­ist form­lega með ríkjaráðstefnu Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel í morg­un.

Á fund­in­um var samþykkt ramm­a­áætl­un um samn­ingaviðræðurn­ar við Íslend­inga. En Lellouche sagði við AFP frétta­stof­una, að skoðanakann­an­ir á Íslandi bentu ekki til þess, að Íslend­ing­ar séu sér­lega já­kvæðir í garð Evr­ópu­sam­bands­ins. 

„Við styðjum heils hug­ar, að sjálf­sögðu, að Ísland fái aðild. En sú aðild verður háð sömu skil­urðum og aðrar þjóðir hafa geng­ist und­ir - og því skil­yrði að Íslend­ing­ar vilji þetta sjálf­ir. Við neyðum enga til aðild­ar," sagði   Lellouche  og brosti. 

AFP hef­ur eft­ir ónafn­greind­um hátt­sett­um evr­ópsk­um sendi­manni, að fleiri ríki Evr­ópu­sam­bands­ins séu sam­mála þess­ari skoðun og spyrji sig hvers vegna fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins liggi svona á að fá Ísland inn í sam­bandið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert