Össur á leið til Brussel

Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle.
Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle.

Ut­an­rík­is­ráðherra, Össur Skarp­héðins­son, held­ur í dag til Brus­sel þar sem hann tek­ur á morg­un þátt í ríkjaráðstefnu Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, sem mark­ar upp­haf aðild­ar­viðræðna Íslands við sam­bandið.  Ráðstefn­an verður hald­in í fram­haldi af fundi ut­an­rík­is­ráðherra ESB.

Ráðstefn­una sitja auk Íslands, ut­an­rík­is­ráðherra Belg­íu, Steven Vanack­ere, en Belg­ar fara með for­mennsku ESB á síðari hluti þessa árs, Stef­an Fule, stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins og full­trú­ar aðild­ar­ríkja ESB. Ut­an­rík­is­ráðherra mun ávarpa ráðstefn­una þar sem hann ger­ir grein fyr­ir um­sókn Íslands, helstu áherslu­mál­um og hags­mun­um Íslands í aðild­ar­viðræðunum.

Í aðdrag­anda ráðstefn­unn­ar hef­ur ut­an­rík­is­ráðherra átt sam­ráð m.a. við ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is og ráðherra­nefnd um Evr­ópu­mál. Auk ráðherra munu full­trú­ar samn­inga­nefnd­ar Íslands sækja ríkjaráðstefn­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert