Rannsókn á einkavæðingu hugsanleg

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að kanna þurfi lögmæti kaupa Magma Energy á HS Orku. Haft var eftir Jóhönnu í fréttum Ríkisútvarpsins, að til greina komi að ríkisstjórnin rannsaki einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja frá upphafi.

Jóhanna sagði eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar síðdegis, að fara þurfi áfram yfir málið til þess að sjá hvort ástæða sé til að grípa inn í einkavæðingarferlið og sjá hvað taki við ef það verði gert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka