Samþykktu að hefja viðræður

Ríkjaráðstefna um aðild Íslands að ESB hefst á morgun.
Ríkjaráðstefna um aðild Íslands að ESB hefst á morgun. THIERRY ROGE

Ráðherr­aráð Evr­ópu­sam­bands­ins samþykkti form­lega á fundi í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild lands­ins að Evr­ópu­sam­band­inu.

Í samþykkt fund­ar­ins seg­ir: „Með vís­un til niður­stöðu leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins 17. júní 2010 samþykk­ir ráðherr­aráðið að hefja viðræður við Ísland um aðild að ESB, þar á meðal samn­ingsramm­ann. Ráðherr­aráðið hlakk­ar til þeirra viðræðna sem hefjast á ríkjaráðstefn­unni 27. júlí 2010.“

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra er stadd­ur í Brus­sel og tek­ur þátt í ríkjaráðstefn­unni á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert