Sérstakar yfirlýsingar

Magma-deilan hefur reynst stjórnarflokkunum erfið.
Magma-deilan hefur reynst stjórnarflokkunum erfið. Reuters

Finna þarf mála­miðlun í Magma-deil­unni sem all­ir flokk­ar geta unað við, að mati Björns Vals Gísla­son, þing­manns VG. Björn Val­ur seg­ir stjórn­ina í þröngri stöðu og að þeir þing­menn VG sem hóti að hætta að styðja stjórn­ina geti þurft að standa við það eða skipta um skoðun. Hót­un­in sé óheppi­leg.

Björn Val­ur sat fund með rík­is­stjórn­inni í morg­un þar sem Magma-deil­an bar á góma. Hann seg­ir enn fundað um lausn máls­ins. 

„Það var ein­dreg­inn vilji fólks að leysa málið. Það hef­ur verið unnið í því um helg­ina og það er enn verið að vinna að því. Það standa yfir funda­höld núna og ég held að það sé sam­eig­in­leg­ur vilji beggja stjórn­ar­flokk­anna að leysa þetta. Ég hef alla trú á að það verði gert á næstu dög­um.“

- Nú hafa Atli Gísla­son og Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir gefið út að þau styðji ekki stjórn­ina nema farið verði að vilja þeirra í þessu máli. Hafa þessi um­mæli valdið titr­ingi hjá ykk­ur í VG?

„Nei, ekki þannig. En það er auðvitað mjög sér­stakt að fólk lýsi því yfir fyr­ir­fram að ef það nái ekki fram sín­um ítr­ustu kröf­um í ein­hverj­um mál­um að það styðji þá ekki leng­ur rík­is­stjórn, í það minnsta á meðan verið er að leysa málið. Þetta eru dá­lítið stór orð og það gæti farið svo að fólk yrði annað hvort að standa við þau eða skipta um skoðun.“

Ekki all­ir veg­ir fær­ir

Björn Val­ur seg­ir stjórn­ina í þröngri stöðu. 

„Við vit­um ekki hvaða lend­ing verður í þessu máli. Okk­ur eru ekki all­ir veg­ir fær­ir í því. Þannig að það er lík­legra en hitt að við verðum að finna ein­hverja sam­eig­in­lega lend­ingu sem all­ir geta unað við, ekki ein­göngu þeir sem hóta stjórn­arslit­um. Þeir sem gera það eru þá sömu­leiðis þeirr­ar skoðunar að þetta mál sé bet­ur leyst af ein­hverj­um öðrum en okk­ur. Því er ég ósam­mála.“

- Hvernig met­urðu stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þess­um tíma­punkti?

„Hún kemst í gegn­um þetta án nokk­urs vafa. Þetta mun leys­ast á allra næstu dög­um. Þegar það er komið mun rík­is­stjórn­in auðvitað halda áfram enda veit ég ekki hvað ætti að bjóða þess­ari þjóð upp á annað í augna­blik­inu. Þetta mál er okk­ur erfitt og það hafa verið lát­in stór orð falla sem bet­ur hefðu verið lát­in ósögð að mínu mati.“

Stjórn­in ekki í önd­un­ar­vél

- Hvernig bregstu við þeirri full­yrðingu í blogg­heim­um að stjórn­in sé í önd­un­ar­vél?

„Nei. Ekki þannig. Hún mun kom­ast í gegn­um þetta enda er ekki vilji til þess hjá þjóðinni að einka­væða orku­auðlind­ir lands­ins eins og stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir vilja gera. Þess vegna tel ég eng­an vilja til þess að Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð feli Sjálf­stæðis­flokki eða Fram­sókn­ar­flokki að leysa þessi mál. Ég get ekki ímyndað mér að nokk­ur maður vilji það.

Aug­ljós­lega er þetta mál okk­ur erfitt. Það er það. Ég held að þetta sé öll­um flokk­um erfitt. Hver er afstaða annarra flokka til máls­ins? Hver er afstaða Fram­sókn­ar­flokks­ins? Ég heyrði í for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins í dag að þetta væri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum að kenna. Ég man ekki bet­ur en að þetta hefði verið einka­vætt árið 2007 í rík­is­stjórn­artíð Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Á þeim dög­um var Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ekki með aðstöðu hér á landi nema þá að hann sé eitt­hvað héraðssam­band á veg­um Fram­sókn­ar­flokks­ins,“ seg­ir Björn Val­ur Gísla­son.

Björn Valur Gíslason.
Björn Val­ur Gísla­son.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert