Styðja ekki ríkisstjórnina

Ljóst er að mikil pressa er komin á stjórnarsamstarfið með skýrum yfirlýsingum þingflokksformanns og nokkurra þingmanna vinstri grænna um að þeir styðji ekki ríkisstjórnina, verði samningur um kaup Magma Energy á hlut í HS orku ekki ógiltur.

Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur en vill þó ekki spá um endalok stjórnarinnar. „Hins vegar held ég að fáir spái því að ríkisstjórnin lifi út kjörtímabilið,“ segir hún í umfjöllun um ástandið á stjórnarheimilinu í Morgunblaðinu í dag.

Að mati Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðings er mikill vilji fyrir því að vinna saman en ólík afstaða stjórnarflokkanna til starfshátta í ríkistjórn eigi þátt í þeim opna ágreiningi sem sé á milli VG og Samfylkingar í lykilmálum. „Þrátt fyrir þennan vilja hefur stjórnin ekki fundið sér aðferðir til að vinna saman sem eru sannfærandi út á við.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka