Styðja ekki ríkisstjórnina

Ljóst er að mik­il pressa er kom­in á stjórn­ar­sam­starfið með skýr­um yf­ir­lýs­ing­um þing­flokks­for­manns og nokk­urra þing­manna vinstri grænna um að þeir styðji ekki rík­is­stjórn­ina, verði samn­ing­ur um kaup Magma Energy á hlut í HS orku ekki ógilt­ur.

Þetta seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur en vill þó ekki spá um enda­lok stjórn­ar­inn­ar. „Hins veg­ar held ég að fáir spái því að rík­is­stjórn­in lifi út kjör­tíma­bilið,“ seg­ir hún í um­fjöll­un um ástandið á stjórn­ar­heim­il­inu í Morg­un­blaðinu í dag.

Að mati Gunn­ars Helga Krist­ins­son­ar stjórn­mála­fræðings er mik­ill vilji fyr­ir því að vinna sam­an en ólík afstaða stjórn­ar­flokk­anna til starfs­hátta í rík­i­s­tjórn eigi þátt í þeim opna ágrein­ingi sem sé á milli VG og Sam­fylk­ing­ar í lyk­il­mál­um. „Þrátt fyr­ir þenn­an vilja hef­ur stjórn­in ekki fundið sér aðferðir til að vinna sam­an sem eru sann­fær­andi út á við.“


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert