Þingflokkur VG kemur saman til fundar fyrir hádegi til að ræða um Magma-málið. Í hádeginu hittist síðan ráðherranefnd sem ríkisstjórnin skipaði til að fara yfir málefni Magma. Á þeim fundi verða einnig þingflokksformenn og hugsanlega fulltrúar stjórnarflokkanna í iðnaðarnefnd.
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur síðan verið boðaður til fundar eftir hádegi til að fara yfir málið.
Mikil ólga er innan þingflokks VG vegna sölunnar á HS-orku til kanadíska fyrirtækisins Magma og hafa nokkrir þingmenn flokksins hótað að hætta stuðningi við ríkisstjórnina ef salan verði ekki ógilt.