Þjóðaratkvæði um NATO

Merki Atlantshafsbandalagsins, NATO.
Merki Atlantshafsbandalagsins, NATO.

 „Við vit­um að þetta stríð er villimann­legt og hef­ur alltaf verið það,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG og nefnd­armaður í ut­an­rík­is­mála­nefnd um nýj­ar upp­lýs­ing­ar um stríðið í Af­gan­ist­an. Ögmund­ur tel­ur til­efni til að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um veru Íslands í Atlants­hafs­banda­lag­inu.

„Í raun­inni er ekk­ert þarna sem kem­ur mér raun­veru­lega á óvart. Það nægði mér að hafa Guant­anamo-búðirn­ar á Kúbu fyr­ir aug­um í nokk­ur ár til að gera mig að efa­semd­ar­manni um hryðju­verka­stríðið,“ seg­ir Ögmund­ur aðspurður hvort upp­lýs­ing­arn­ar um stríðið í Af­gan­ist­an muni hafa áhrif á af­stöðu stjórn­ar­inn­ar. 

Ögmund­ur á sæti í ut­an­rík­is­nefnd sem full­trúi Vinstri grænna en hvorki náðist í Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra né Árna Þór Sig­urðsson, formann nefnd­ar­inn­ar, vegna upp­lýs­ing­anna sem hul­unni hef­ur verið svipt af um stríðsrekst­ur­inn í Af­gan­ist­an.

Ögmund­ur tel­ur því aðspurður ekki til­efni til sér­stakr­ar yf­ir­lýs­ing­ar af hálfu ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar en hann hef­ur sem kunn­ugt er verið op­in­skár í gagn­rýni sinni á stuðning ís­lenskra stjórn­valda við hryðju­verka­stríðið.

Afstaða hans til stríðsins í Af­gan­ist­an hafi ekki breyst.

„Við vit­um að þetta stríð er villimann­legt og hef­ur alltaf verið það. Þess­ar upp­lýs­ing­ar varpa ljósi á það sem ger­ist í und­ir­heim­um styrj­ald­ar­inn­ar [...] Ég held að það sé til­efni til að spyrja þjóðina beint og milliliðalaust hvort við eig­um er­indi í NATO.

Ég held að þetta sé sú aðferðafræði sem menn vilja hafa uppi í ákv­arðana­tök­um al­mennt, hvort sem það er eign­ar­hald á orku­auðlind­um, Ices­a­ve eða þátt­taka lands­ins í NATO. Ég held að það gæti verið næsta stoppistöð í því efni, eða í það minnsta ein af mörg­um.“

Fagn­ar frum­kvæðinu 

Ögmund­ur fagn­ar upp­ljóstr­un­um Wiki­leaks um fram­gang hryðju­verka­stríðsins. 

„Wiki­leaks ætl­ar að reyn­ast mjög mik­il­væg upp­lýs­inga­veita þegar stríðsrekst­ur­inn í Írak og Af­gan­ist­an er ann­ars veg­ar. Þannig að ég fagna því að þetta skuli sett fram. Þarna er okk­ur veitt inn­sýn í það sem kalla má und­ir­heima stríðsrekst­urs­ins.“

Flók­in staða

Hann tel­ur stuðning ís­lenskra stjórn­valda við hryðju­verka­stríðið hafa verið mis­ráðinn. 

„Hin flókna staða sem þarna er uppi er um­hugs­un­ar­efni. Það er nokkuð sem ýms­ir gagn­rýn­end­ur inn­rás­ar­inn­ar, ekki síst í Bretlandi, höfðu á orði þegar ráðist var inn í Af­gan­ist­an 2001, og ekki síður í Írak 2003, að menn virt­ust ekki gera sér grein fyr­ir því í hversu flók­in heim þeir væru að fara. Og að Íslend­ing­ar skyldu vera þarna í slag­togi, svona nán­ast meðvit­un­ar­laus­ir af vanþekk­ingu, er eins hróp­andi í dag og það var þá.“ 

Ísland þátt­tak­andi í her­för­inni

Ögmund­ur rifjar upp and­stöðu sína við Atlants­hafs­banda­lagið, NATO.

„NATO er mér ekk­ert sér­stak­lega að skapi eins og menn þekkja. Og það er í gegn­um NATO sem við erum þátt­tak­end­ur í stríðsrekstr­in­um í Af­gan­ist­an þótt sú breyt­ing hafi orðið á frá því sem fyrst var að við erum núna með fjóra til fimm ein­stak­linga í land­inu í borg­ara­leg­um verk­efn­um en ekki hernaðarleg­um eins og var upp­haf­lega.

Það breyt­ir því ekki að við erum þátt­tak­end­ur í þess­ari her­för og það er mér eins lítið að skapi nú og það var þá,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son.

Ögmundur Jónasson.
Ögmund­ur Jónas­son. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert