Blaðamannfundur hefst í Brussel klukkan 10 í kjölfar ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins og Íslands, sem nú stendur yfir en sú ráðstefna markar formlegt upphaf aðildarviðræðna Íslands og ESB. Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum á netinu.
Á fundinum verða Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu en Belgar fara með formennsku ESB á síðari hluti þessa árs.
Blaðamannafundurinn er sýndur á vef Evrópusambandsins.