Varanlegar undanþágur ekki í boði

Össur Skarphéðinsson, Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belga og Stefan Füle, stækkunarstjóri …
Össur Skarphéðinsson, Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belga og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, á blaðamannafundi í dag. FRANCOIS LENOIR

„Það er ekki hægt að fá nein­ar var­an­leg­ar und­anþágur frá lög­um ESB,“ sagði Stef­an Füle, stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á blaðamanna­fundi í Brus­sel í dag þegar spurt var út í sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins.

Spænsk­ur blaðamaður spurði Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra hvaða atriði hann væri ekki til­bú­inn til að gefa eft­ir í viðræðum við ESB um sjáv­ar­út­vegs­mál. Össur sagðist leggja áherslu á að sjáv­ar­út­veg­ur hefði gríðarlega þýðingu fyr­ir efna­hag Íslands og eins að fisk­veiðilög­saga Íslands snerti ekki fisk­veiðilög­sögu neinna landa í ESB. Fisk­veiðistefna ESB gerði ekki ráð fyr­ir slíkri stöðu og því þyrfti að taka til­lit til þess.

Eft­ir að Össur hafði svarað spurn­ing­unni bætti Füle við að í sam­bandi við þessi mál yrði að hafa í huga að ESB veitti ekki var­an­leg­ar und­anþágur frá lög­um sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka