Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kvað ríkisstjórnina ætla að senda frá sér yfirlýsingu vegna Magma málsins innan skamms, þegar hún gekk út af fundi í Stjórnarráðinu nú fyrir skömmu.
„Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra munu senda frá sér einhverja yfirlýsingu um málið innan einhverra klukkutíma. Ég veit ekki hversu marga en í dag,“ sagði Þórunn
Hún vildi ekki tjá sig um efni yfirlýsingarinnar en sagði ríkisstjórninga hafa komist að niðurstöðu í málinu.
Aðspurð um hvort ríkisstjórnin hafi þá fundið málinu farsælan farveg sagði hún: „Farvegurinn er fundinn.“