Grasrótin í VG ánægð

Guðfríður Lilja og Atli Gíslason vildu ógilda samninginn við Magma …
Guðfríður Lilja og Atli Gíslason vildu ógilda samninginn við Magma Energy. Jakob Fannar Sigurðsson

Gras­rót­in í Vinstri græn­um er sátt við mála­miðlun­ina í Magma-deil­unni að sögn Atla Gísla­son­ar, þing­manns VG. Atli legg­ur áherslu á að mála­miðlun­in sé áfangi í mál­inu og að of snemmt sé að gera það upp á þess­ari stundu. Hann sé sjálf­ur sátt­ur við lend­ing­una.

„Við náðum far­sælli lausn í mál­inu. Við Guðfríður Lilja [Grét­ars­dótt­ir] höf­um haft er­indi sem erfiði í þess­ari glímu.“

- Tel­urðu að þið Guðfríður Lilja hafið haft fullnaðarsig­ur í mál­inu?

„Við lít­um ekki þannig á málið. Við hitt­umst og náðum mála­miðlun í mál­inu. Þannig að ég er ekk­ert að lýsa því yfir. Við höfðum alla­vega er­indi sem erfiði.“

Að leggja upp í ákveðna veg­ferð

- Þið lýstuð því bæði yfir um helg­ina að þið gætuð ekki hugsað ykk­ur að styðja stjórn­ina nema það næðist far­sæl lend­ing í mál­inu. Er sú niðurstaða sem nú ligg­ur fyr­ir viðun­andi lausn í deil­unni?

„Við erum að leggja upp í ákveðna veg­ferð eins og fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og við skul­um bara sjá til hvar sú veg­ferð end­ar.“

- Þannig að þetta eru ekki mála­lok held­ur áfangi?

„Það á að fara af stað um­tals­verð vinna í kring­um orku­auðlind­irn­ar og skoðun á Magma-mál­inu sem sér­stöku máli og síðan stend­ur til að end­ur­skoða lagaum­hverfið í kring­um nátt­úru­auðlind­ir, orku­auðlind­ir og orku­veit­ur. Það er allt of snemmt að tjá sig nokkuð um það. Það á eft­ir að taka marg­ar ákv­arðanir á næstu vik­um og mánuðum í þessu máli. En þetta eru ákveðin tíma­mót. Ég vil líka segja að þetta sýn­ir mér lýðræðis­leg­an styrk rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

- Hvernig þá?

„Með því að leiða mál til lykta, erfið mál.“

Sýn­ir styrk en ekki veik­leika stjórn­ar­inn­ar

- Hvað seg­irðu um þá gagn­stæðu skýr­ingu að deil­an varpi ljósi á djúp­stæðan ágrein­ing rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í lyk­il­mál­um?

„Það var ágrein­ing­ur um þetta mál­efni. Það eru ekki mörg mál­efni sem er ágrein­ing­ur um. Við erum sam­stiga í mikl­um meiri­hluta mála. Það eru ákveðin mál sem hafa reynst okk­ur erfið, þetta mál og um­sók­in að ESB.

En rík­is­stjórn­in hef­ur al­mennt verið sam­stiga. Það er mín niðurstaða. Hún hef­ur al­mennt verið sam­stiga í þeim erfiðu verk­efn­um sem hún hef­ur verið í. Það er óhjá­kvæmi­legt að það geti komið upp ágrein­ing­ur í grund­vall­ar­mál­um. Að auðlind­ir séu í sam­eign þjóðar­inn­ar er kjarna­atriði í stefnu Vinstri grænna og það er líka stórt atriði í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þannig að ég tel mig hafa verið að fylgja henni eft­ir.“

Já­kvæð skila­boð frá gras­rót­inni

- Nú hef­ur gras­rót­in beitt þing­menn flokks­ins þrýst­ingi í mál­inu síðustu daga. Tel­urðu að hún sé sátt við niður­stöðuna?

„Ég tel svo vera. Alla­vega hef ég fengið skeyti í dag þess efn­is. Ég er í ágæt­um tengsl­um við gras­rót­ina,“ seg­ir Atli Gísla­son.

Atli vill aðspurður ekki tjá sig um hvenær end­an­leg lausn fá­ist í málið held­ur vís­ar þess í stað í tíma­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert