Greitt fyrir HS Orku með aflandskrónum

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku.

Kanadíska orkufélagið Magma Energy greiðir 7 til 10 milljarða króna af kaupverðinu fyrir HS Orku í reiðufé, íslenskum krónum, sem að hluta til voru keyptar á aflandsgengi í útlöndum. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

Útvarpið segir, að Magma hafi átt þessar íslensku krónur í nokkurn tíma eða að minnsta kosta hluta þeirra. Þær hafi verið keyptar á svokölluðu aflandsgengi af erlendum bönkum. Það gengi var miklu lægra en hið opinbera gengi. 

Hluta af íslensku krónunum keypti Magma hér heima. Sagði Útvarpið að þetta kynni að útskýra að hluta hvers vegna Magma sé tilbúið að greiða hærra verð fyrir Hs orku hlutinn en aðrir, t.d. íslenskir lífeyrissjóðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert