Umræðan byggist á staðreyndum

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, í Brussel …
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, í Brussel í dag.

Stef­an Fule, stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði á blaðamanna­fundi, í Brus­sel, að mik­il­vægt væri að umræða um Evr­ópu­sam­bandið byggðist á staðreynd­um en ekki goðsögn. Það væri hins veg­ar Íslend­inga að kynna hvað Evr­ópu­sam­bandið hefði upp á að bjóða.

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði við upp­haf fund­ar­ins að fyrst þegar hann kom til Brus­sel til að ræða við Olla Rehn, fyrr­ver­andi stækk­un­ar­stjóra, hefði hann verið spurður hvort flug­vél­in hefði verið sein. Össur sagðist hafa svarað að hún hefði ekki verið sein, en Ísland væri 10 árum of seint á ferðinni með um­sókn sína.

 Össur sagðist vera sann­færður um að ef Ísland hefði gengið í ESB fyr­ir fimm árum síðan hefði efna­hags­líf Íslend­inga ekki hrunið með þeim skelfi­legu af­leiðing­um sem það hefði haft fyr­ir þjóðina.

Össur var spurður hvernig hann ætlaði að sann­færa Íslend­inga um að rétt væri að samþykkja inn­göngu í ESB. Össur minnti á lengi vel hefði verið meiri­hlutastuðning­ur við aðild­ar­um­sókn á Íslandi. Þetta hefði hins veg­ar breyst árið 2009 þegar kom til harðra deilna milli Íslands ann­ars veg­ar og Bret­lands og Hol­lands hins veg­ar. Hann sagði líka að reynsl­an sýndi að þegar þjóðir lentu í kreppu þá hefðu þær til­hneig­ingu til að horfa inn á við. Hann benti á að þetta hefði líka gerst í Króa­tíu þar sem stuðning­ur við aðild hefði fallið niður í 27% á skömm­um tíma.

Steven Vanack­ere, ut­an­rík­is­ráðherra Belg­íu, sagði enga ástæðu til að vera upp­tek­inn af því hvenær viðræðunum lyki. Aðal­atriðið væri að hefjast handa og taka þann tíma sem þyrfti til að ljúka viðræðum. Viðræðurn­ar sner­ust ekki um stunda­skrá held­ur um líf fólks og því þyrfti að vanda til verka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert