Ríkisstjórnin ætlar að „vinda ofan af" Magma máli

Steingrímur og Jóhanna á blaðamannafundi í stjórnarráðinu í dag.
Steingrímur og Jóhanna á blaðamannafundi í stjórnarráðinu í dag. mbl.is/Ernir

„Það er ásetn­ing­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vinda ofan af einka­væðingu í orku­geir­an­um og tryggja að orku­fyr­ir­tæki séu í eigu op­in­berra aðila," sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra á blaðamanna­fundi sem nú stend­ur yfir í Stjórn­ar­ráðinu.

For­sæt­is­ráðherra skip­ar sér­staka nefnd til að rann­saka einka­væðinga­ferli Hita­veitu Suður­nesja og einnig verður gerð lög­fræðileg út­tekt á lög­mæti þess, að Magma Energy keypti  HS Orku gegn­um dótt­ur­fyr­ir­tæki í Svíþjóð. Á nefnd­in að skila niður­stöðum fyr­ir miðjan ág­úst.

„Þetta er grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing stjórn­valda í auðlinda­mál­um," sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra um ákvörðun rík­is­stjórn­arin­ar. 

Lagt verður fram nýtt frum­varp í októ­ber í sam­ræmi við niður­stöðu starfs­hóps ráðherra um eign­ar­hald á mik­il­væg­um orku­fyr­ir­tækj­um og tak­marki eign­ar­hald einkaaðila.

End­an­leg afstaða til kaup­anna ekki tek­in enn

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, sendi í dag HS Orku og Magma Energy Sweden AB bréf þar sem upp­lýst er að á veg­um stjórn­valda sé að fara af stað sjálf­stæð og óháð rann­sókn sem lúti að lög­mæti kaupa Magma Energy Sweden AB á hluta­fé í HS Orku. Jafn­framt að ráðuneytið hafi upp­lýs­ing­ar um að kvört­un hafi verið send vegna máls­ins til umboðsmanns Alþing­is.

Þá hafi rík­is­stjórn­in ákveðið að sett verði af stað vinna sem miði að end­ur­skoðun á lagaum­hverfi er varðar eign­ar­hald á orku­fyr­ir­tækj­um, þ. á m. tak­mörk­un­um á eign­ar­haldi einkaaðila. Málið sé til póli­tískr­ar skoðunar og stefnu­mót­un­ar en slík skoðun kunni að hafa áhrif á framtíðar­stöðu op­in­berra jafnt sem einkaaðila á sviði orku­mála.

Í bréf­inu kem­ur fram, að rík­is­stjórn­in sé staðráðin í því að vinda ofan af einka­væðingu inn­an orku­geir­ans og tryggja eft­ir megni að mik­il­væg­ustu orku­fyr­ir­tæki lands­ins séu á for­ræði op­in­berra aðila.

Efna­hags- og viðskiptaráðherra og rík­is­stjórn­in hafi ekki tekið end­an­lega af­stöðu til fjár­fest­ing­ar Magma Energy Sweden  á hluta­fé í HS Orku en séu nú að yf­ir­fara framtíðar rekstr­ar- og lagaum­hverfi fyr­ir­tækja í orku­geir­an­um. 

Til­kynn­ing for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert