Ánægjuleg tíðindi

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins.
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. mbl.is/Ásdís

„Þetta er í fullu samræmi við það sem við höfum talið að myndi gerast, og ætti að gerast,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, spurður um lækkun vísitölu neysluverðs. Hann segir tíðindin vera ánægjuleg og vonandi muni þetta halda áfram.

„Leiðréttingin, sem þó hefur átt sér stað á genginu á þessu ári, hún hefur ekki skilað sér inn í vöruverðið enn sem komið er. Það byrjaði aðeins í júlímánuði, í úttektinni sem við gerðum þá. Þetta er væntanlega frekari staðfesting á því að það [vöruverðið] er að einhverju leyti að ganga til baka,“ segir Halldór.

Þetta skýrist fyrst og fremst af því að gengið hafi styrkst.

„Við eigum von á því að þetta haldi áfram, því við teljum að það hafi verið töluverðar forsendur fyrir vöruverðslækkun vegna styrkingar á genginu,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert