Gylfi: Vonandi varanleg áhrif

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins. mbl.is/Eggert

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ir, aðspurður um lækk­un á vísi­tölu neyslu­verðs, að áhrif sumar­út­sal­anna séu meiri en menn hafi áður séð. Þá von­ar hann að einnig sé um að ræða var­an­leg áhrif sem rekja megi til styrk­ingu krón­unn­ar. Mik­il­vægt sé að ár­ang­ur í stjórn efna­hags­mála skili sér til neyt­enda.

„Við treyst­um því að fyr­ir­tæk­in skili því svig­rúmi sem er til verðlækk­ana til neyt­enda, ef það verður til,“ seg­ir Gylfi, spurður hvort hann telji að þetta muni koma til að þró­ast áfram með þess­um hætti.

Spurður um stöðu krón­unn­ar seg­ir Gylfi: „Það er ljóst að krón­an er ennþá, í sögu­legu sam­hengi, veik­ari en hún þarf að vera.“ 

Þá seg­ir hann að van­trú fjár­mála­markaðar­ins á krón­una sé með þeim hætti að hún verði seint sterk á fjár­mála­markaði.

Það sé mik­il­vægt að stjórn­völd haldi vel utan um stjórn pen­inga­mála í land­inu.

„Við vor­um að hefja form­leg­ar viðræður í gær við Evr­ópu­sam­bandið. Það er eng­in laun­ung á því að Alþýðusam­bandið hef­ur lagt áherslu á að það sé mik­il­vægt að fara í þess­ar viðræður og kanna það hvaða kosti við stönd­um frammi fyr­ir. En traust­ari gjald­miðill er að okk­ar mati al­gjör for­senda þess að koma okk­ur út úr þess­um ógöng­um. Þannig að fólk fái notið hér bæði lægri og sam­bæri­legri vaxta og verðlags við það sem er í ná­granna­lönd­um,“ seg­ir Gylfi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert