Jón vill hætta viðræðum

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég skil ekki hvers vegna við erum að halda þessu áfram,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þau ummæli stækkunarstjóra Evrópusambandsins að ekki sé hægt að fá varanlegar undanþágur frá lögum ESB.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, héldu blaðamannafund í Brussel í gær í framhaldi af ríkjaráðstefnu sem markar upphaf aðildarviðræðna. Spurður að því hvar Íslendingar drægju línuna varðandi sjávarútvegsmál sagði Össur meðal annars að ESB hefði áður komið með snjallar lausnir, klæðskerasaumaðar fyrir sérstakar aðstæður. Af því tilefni lagði Stefan Füle áherslu á að slíkt þyrfti að rúmast innan laga ESB, ekki væri hægt að veita neinar varanlegar undanþágur.

Jón Bjarnason sagði að málið ætti að fara aftur til Alþingis, áður en farið yrði yfir þá þröskulda sem það setti við málið. Telur hann ástæðulaust að eyða meiri vinnu og peningum í aðildarviðræður, að því er fram kemur í umfjöllun um aðildarviðræðurnar við ESB í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka