Matur lækkar, en hjól og lyf hækka í verði

Verð á reiðhjólum hefur hækkað þrátt fyrir að gengi krónunnar …
Verð á reiðhjólum hefur hækkað þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa lækkað í verði um 3,5% frá áramótum. Þetta hefur gerst samhliða því að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast. Ýmsar aðrar innfluttar vörur, eins og reiðhjól og varahlutir, hafa hins vegar ekki lækkað og jafnvel hækkað þrátt fyrir hagstæðara gengi.

Kaffi, pasta og hrísgrjón hafa lækkað undanfarna mánuði. Verð á ávöxtum hefur líka lækkað verulega. Áfengisverð hefur einnig þokast niður á við samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Ýmsar aðrar innfluttar vörur hafa hins vegar ekki lækkað. Þetta á t.d. við um bíla. Verð á raftækjum, húsgögnum, bílavarahlutum og lyfjum hefur beinlínis hækkað undanfarna mánuði. Þá hefur verð á reiðhjólum hækkað mikið, en þau eru núna 17% dýrar en þau voru í júlí í fyrra.

Verð á skóm og fatnaði lækkað mikið í síðustu mælingu eins og hefðbundið er þegar sumarútsölur hefjast. Ef verð á þessum vörum er hins vegar skoðað nánar í tölum Hagstofunnar sést að verð á skóm og fötum er talsvert hærra núna en það var í sama mánuði í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert