Óskar engum viðlíka lífsreynslu

Gunnar Árni Jónsson
Gunnar Árni Jónsson mbl.is/Umferðarstofa

„Þetta er ekki sérlega góð tilfinning að þurfa að lifa með,“ segir Gunnar Árni Jónsson, sem varð valdur að banaslysi fyrir rúmum fjórum árum. Þá settist hann undir stýri eftir skemmtanahald þar sem áfengi var haft um hönd.

Sesar Þór Viðarsson, 19 ára frændi Gunnars, var með í för. Bíltúrinn endaði snögglega þegar bíllinn rann stjórnlaus út á hlið tugi metra og skall harkalega á húsvegg. Sesar Þór lést í slysinu.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segist Gunnar ekki óska neinum svo ills að þurfa að ganga í gegnum viðlíka lífsreynslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert