Ríkið ráði yfir orkunni

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ernir

Ríkisstjórnin vill lög sem takmarka eignarhald einkaaðila í orkufyrirtækjum. Starfshópur verður skipaður sem skila á drögum að frumvarpi þess efnis í október.

„Með þessu er ekki markmið að vinna að því að einkaaðilar, innlendir eða erlendir, geti ekki komið að orkufyrirtækjunum,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á fundi með blaðamönnum í gær. Markmiðið væri að tryggja að opinberir aðilar hefðu yfirráð. Hún segist telja hæfilegt að einkaaðilar eigi „ekki meira en 50%“.

Lausn ríkisstjórnarinnar í Magma-málinu er að skipa nefnd óháðra sérfræðinga til að rannsaka einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja og lögmæti kaupa Magma Energy á hlut í HS Orku og setja á fót starfshóp sem skila á frumvarpi um takmörkun á eignarhaldi einkaaðila í orkufyrirtækjum.

Guðmundur Sigurðsson, prófessor við lagadeild HR og kennari í skaðabótarétti, segist ekki geta sagt til um hvort skaðabótaskylda kunni að myndast fái Magma Energy ekki að kaupa hlut í HS Orku líkt og samningur er um, að því er fram kemurí umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert