Skuldir hækka meira en eignir

Fasteignir hafa lækkað umtalsvert í verði á höfuðborgarsvæðinu
Fasteignir hafa lækkað umtalsvert í verði á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Rax

Annað árið í röð hækkuðu skuldir landsmanna meira en eignir. Þetta kemur fram í yfirliti frá ríkisskattstjóra. Á meðan matsverð eigna hækkar um 4% hækka skuldir um 12,4%.


Eignir landsmanna hækkuðu nú að verðmæti um rúma 147,4 milljarða á sama tíma og skuldir jukust um 209,3 milljarða. Skuldir jukust þannig um 61,9 milljarða umfram eignir. Allt frá árinu 1991 hafa skuldir aldrei aukist meira en matsverð eigna.

Það gengur á eigið fé landsmanna. Síðasta áratuginn jókst verðmæti eigna ár fá ári. Bróðurpartur eigna alls almennings er bundinn í fasteignum. Þær eru færðar á fasteignamatsverði, sem þýðir að viðskipti með til þess að gera fáar eignir leiðir til hækkunar á matsverði. Þessari eignamyndun hefur fylgt aukin skuldasöfnun. Allt frá árinu 2007 hafa skuldir aukist hraðar en eignir en nú eru skuldir rétt um helmingi lægri en matsverð eigna, eða um 1.892 milljarðar á móti 3.804 milljörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka