Skuldir hækka meira en eignir

Fasteignir hafa lækkað umtalsvert í verði á höfuðborgarsvæðinu
Fasteignir hafa lækkað umtalsvert í verði á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Rax

Annað árið í röð hækkuðu skuld­ir lands­manna meira en eign­ir. Þetta kem­ur fram í yf­ir­liti frá rík­is­skatt­stjóra. Á meðan matsverð eigna hækk­ar um 4% hækka skuld­ir um 12,4%.


Eign­ir lands­manna hækkuðu nú að verðmæti um rúma 147,4 millj­arða á sama tíma og skuld­ir juk­ust um 209,3 millj­arða. Skuld­ir juk­ust þannig um 61,9 millj­arða um­fram eign­ir. Allt frá ár­inu 1991 hafa skuld­ir aldrei auk­ist meira en matsverð eigna.

Það geng­ur á eigið fé lands­manna. Síðasta ára­tug­inn jókst verðmæti eigna ár fá ári. Bróðurpart­ur eigna alls al­menn­ings er bund­inn í fast­eign­um. Þær eru færðar á fast­eigna­matsverði, sem þýðir að viðskipti með til þess að gera fáar eign­ir leiðir til hækk­un­ar á matsverði. Þess­ari eigna­mynd­un hef­ur fylgt auk­in skulda­söfn­un. Allt frá ár­inu 2007 hafa skuld­ir auk­ist hraðar en eign­ir en nú eru skuld­ir rétt um helm­ingi lægri en matsverð eigna, eða um 1.892 millj­arðar á móti 3.804 millj­örðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka