Bílastæðagjald í Landeyjahöfn

Herjólfur siglir nú stöðugt milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.
Herjólfur siglir nú stöðugt milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Rax / Ragnar Axelsson

Sigl­inga­stofn­un Íslands hef­ur ákveðið að inn­heimta 1.000 kr. bíla­stæðis­gjald fyr­ir bíla sem lagt er við Land­eyja­höfn. Gjaldið gild­ir fyr­ir bíla­stæði alla helg­ina. Marg­ir sem fara með Herjólfi á Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um kjósa að geyma bíla sína í landi.

Sig­mar Jóns­son, hafn­ar­stjóri Land­eyja­hafn­ar, sagði að Sigl­inga­stofn­un hafi farið fram á að gjaldið yrði inn­heimt en vissi ekki nán­ar um hvernig tekj­un­um af þessu yrði varið. En eru komn­ir marg­ir bíl­ar á staðinn?

„Það er kom­inn hell­ing­ur af bíl­um, ég hef ekki tölu á þeim en þeir eru orðnir æði marg­ir,“ sagði Sig­mar. Hann sagði að ekki yrði bein gæsla á bíla­stæðinu en Herjólf­ur muni sigla nótt og dag yfir helg­ina og alltaf fólk á stjái á staðnum.

Mik­il um­ferð hef­ur verið um höfn­ina og allt gengið að ósk­um. Um 4-5 starfs­menn eru í af­greiðslu Herjólfs og að auki eru 15-18 björg­un­ar­sveit­ar­menn og ör­ygg­is­full­trú­ar við gæslu­störf við höfn­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert