Gerir ómögulegt að vera í EES

Þórólfur Matthíasson
Þórólfur Matthíasson

Áform fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) um breytt fyr­ir­komu­lag til að tryggja bankainni­stæður mun gera Íslandi ókleift að eiga aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES), að því er Þórólf­ur Matth­ías­son pró­fess­or sagði í sam­tali við ABC Nyheter frétta­stof­una.

Frétta­stof­an ræddi við Þórólf vegna frétt ABC Nyheter frá því í gær um inni­stæðutrygg­ing­arn­ar. Mbl.is sagði frá þeirri frétt í gær. Mark­miðið með breyt­ing­un­um er að inni­stæðutrygg­inga­sjóður eigi að geta bætt inni­stæður fari meðal­stór banki í til­teknu landi á haus­inn.

Hug­mynd­ir eru uppi um að bank­ar greiði 1,5% af sam­an­lögðum inni­stæðum í trygg­inga­sjóðinn.  Við gjaldþrot verði sótt til viðbót­ar 0,5% af inni­stæðum í bönk­un­um sem eft­ir standa. Loks eigi að afla sem svar­ar 0,5% með út­gáfu skulda­bréfa. Þetta sam­svar­ar 2,5% af öll­um bankainni­stæðum.

Þórólf­ur seg­ir m.a. í sam­tali við ABC Nyheter að regl­an um 2,5% geti ekki gilt um Ísland. Hann bend­ir á smæð þjóðar­inn­ar og upp­bygg­ingu fjár­mála­kerf­is­ins. Hér verði tveir til þrír stærri bank­ar og nokkr­ir litl­ir spari­sjóðir. 

Stærsti bank­inn hér geti haft um 35% markaðshlut­deild, sá næst­stærsti um 25%. Inni­stæðutrygg­inga­sjóður gæti tryggt inn­stæður í hinum litlu bönk­un­um, að mati Þórólfs. 

Hann seg­ir jafn­framt að eigi inni­stæðutrygg­inga­sjóður­inn að duga fyr­ir banka­kerfið í heild þá verði hann að ráða við að tryggja inni­stæður í ein­um af stóru bönk­un­um. Þá nægi ekki 2,5% af öll­um inni­stæðum í land­inu held­ur þurfi til þess 25-50% af öll­um inni­stæðum í ís­lensk­um bönk­um.

Þórólf­ur út­skýr­ir að sam­keppn­is­sjón­ar­mið leyfi ekki samruna tveggja stóru bank­anna.  Ísland sé ekki nógu stórt markaðssvæði. Fengju bank­arn­ir frjáls­ar hend­ur þá sætu Íslend­ing­ar uppi með einn banka, að mati Þórólfs.

Hann seg­ir að gengi Ísland í ESB þá gætu Íslend­ing­ar skipt við er­lenda banka. Er­lend­ir bank­ar hafi verið treg­ir til starf­semi hér m.a. vegna óvissu varðandi verðtrygg­ingu. Þeir hafi ekki viljað læra á ís­lenska lagaum­hverfið og treysti ekki ís­lenska kerf­inu.

Þá seg­ir Þórólf­ur að sam­keppn­is­um­hverfi ís­lensku bank­anna hefði verið allt annað  ef Íslend­ing­ar hefðu haft evru fyr­ir gjald­miðil.

„Niðurstaðan er sú að Ísland get­ur þá ekki verið með í EES, en gæti verið í ESB og tekið upp evr­una. Lít­ill gjald­miðill eins og sá ís­lenski á eng­an sess í þeim heimi sem við lif­um í með frjálsa fjár­magns­flutn­inga og þessi stóru gjald­miðlasvæði,“ hef­ur ABC Nyheter eft­ir Þórólfi Matth­ías­syni.  

Hann seg­ir að þriðji val­kost­ur­inn sé að Ísland segi sig úr EES og haldi sig við eig­in gjald­miðil með ströng­um gjald­eyr­is­höft­um og aukn­um toll­um á út­flutn­ingi. Ísland var með fríversl­un­ar­samn­ing við ESB, með EES fékk Ísland aukna kvóta fyr­ir toll­frjáls­an út­flutn­ing til ESB og lægri tolla, að sögn Þórólfs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert